Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 438 . mál.


Ed.

1313. Frumvarp til laga



um leigubifreiðar.

(Eftir 2. umr. í Ed., 19. maí.)



    Samhljóða þskj. 1228 með þessari breytingu:

    14. gr. hljóðar svo:
    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1989. Jafnframt falla úr gildi lög um leigubifreiðar, nr. 36/1970, lög nr. 47/1988 og 66. gr. laga nr. 108/1988, um breytingu á þeim lögum.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga þessara er ráðherra heimilt að veita undanþágu frá ákvæðinu þar sem önnur tilhögun hefur tíðkast.
    Þrátt fyrir ákvæði 5. liðar 8. gr. skulu launþegar í leigubifreiðastjórastétt hafa forgang við veitingu atvinnuleyfa næstu þrjú ár frá gildistöku þessara laga, sbr. þó 3. mgr. 8. gr.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 9. gr. er heimilt að veita þeim, sem eru 66 ára eða eldri við gildistöku þessara laga, heimild til að halda atvinnuleyfi í allt að fimm ár til viðbótar enda uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði þessara laga. Þó verði ekki heimilt að framlengja atvinnuleyfi lengur en til 75 ára aldurs leyfishafa.
    Við gildistöku laga þessara haldast viðurkenningar á bifreiðastöðvum samkvæmt eldri lögum þar til öðruvísi verður ákveðið af réttum aðilum.
    Þeir, sem hafa atvinnuleyfi eða njóta takmörkunar við gildistöku laga þessara, eru háðir þeim breytingum á réttarstöðu sem lög þessi hafa í för með sér.